Ertu viss um hvern þú ætlar að kjósa og af hverju? Ég skil vel hversu erfitt það getur verið að velja réttan flokk, sérstaklega eftir ringulreiðina undanfarin ár. Velur þú eftir vinstri eða hægri stefnu? Það getur verið ruglingslegt þessa dagana. Velur þú eftir frjálslyndi eða stjórnlyndi? Það er líka flókið.
Píratar eru frjálslyndur flokkur sem metur hvort ríkisrekstur eða einkarekstur, eða blanda, sé heppilegast fyrir samfélagið. Þeir telja að grunninnviðir eigi almennt að vera í opinberum rekstri. Annað virkar vel í einkarekstri með góðu samkeppniseftirliti.
Ríkisstjórnarflokkarnir síðustu kjörtímabil hafa verið Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri-græn. Sjálfstæðisflokkurinn er blanda af stjórnlyndi og frjálslyndi, vill einkarekstur í flestum málum en ekki frjálsan markað með veiðiheimildir. Framsóknarflokkurinn er stjórnlyndur og
...