Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, segir að samgöngur og innviðir á Vestfjörðum séu 30-40 árum eftir á.
Hún segist vilja fylgja eftir tillögum Innviðafélags Vestfjarða um uppbyggingu innviða á Vestfjörðum til að tryggja þar blómlega byggð og öflugt atvinnulíf.
Ugla játar því að Píratar séu mótfallnir fiskeldi í opnum kvíum, en það er ein stærsta atvinnugreinin á Vestfjörðum, út frá náttúruverndarsjónarmiðum.
„Við sjáum að þessir laxar úr sjókvíaeldinu koma í þær ár [laxár í Húnavatnssýslu] og valda ómældum skaða á laxastofnunum. Þá er í rauninni verið að hafa áhrif á lífsviðurværi og starfsemi annars fólks,“ segir Ugla.
Hún leggur til ákveðnar breytingar svo að meiri tekjur renni til sveitarfélaganna og nefnir sem dæmi
...