„Þetta er gríðarlegur heiður og ótrúleg hvatning. Mitt aðalstarf er að flytja gamanmál og uppistand munnlega og til þess hef ég notað íslenska tungumálið. Ég flyt langmest á íslensku þó svo ég noti ensku líka en íslenskan kemur alltaf fyrst
Heiðraður Ari hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til íslenskrar uppistandsmenningar.
Heiðraður Ari hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til íslenskrar uppistandsmenningar. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Þetta er gríðarlegur heiður og ótrúleg hvatning. Mitt aðalstarf er að flytja gamanmál og uppistand munnlega og til þess hef ég notað íslenska tungumálið. Ég flyt langmest á íslensku þó svo ég noti ensku líka en íslenskan kemur alltaf fyrst. Allt sem ég hef gert í gegnum tíðina hefur verið samið á íslensku fyrst en hún er aðalverkfærið sem ég nota í minni sköpun,“ segir Ari Eldjárn, uppistandari og textasmiður, sem í ár er handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru á laugardaginn, á degi íslenskrar tungu. „Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að fá svona viðurkenningu og það á þessum degi. Maður tengir verðlaunin meira við eitthvað sem er ritað en ég praktísera nánast alfarið í munnlegri geymd.“

Einn

...