Albert Þór Jónsson
Íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn eiga að hafa hagsmuni Íslands og Íslendinga í fyrsta sæti í öllum mikilvægum málum og sérstaklega þeim sem snúa að stefnumarkandi málum sem varða verðmætar auðlindir landsins. Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918, sem er einn merkasti áfangi í sjálfstæðisbaráttu landsins, sem hafði þá staðið í nær eina öld. Margir virðast hafa gleymt þeirri miklu baráttu, þrautseigju og fórnum sem brautryðjendurnir færðu fyrir þá sem nú njóta ávaxta erfiðisins. Á undanförnum árum hefur undirlægjuháttur og einhver skortur á stolti á Íslandi meðal stjórnmálamanna og embættismanna aukist til muna.
Íslenska embættismannakerfið hefur blásið út og verið upptekið við að setja upp gríðarlegt kerfi reglugerða og eftirlitsstofnana vegna EES í því skyni að aðlaga Ísland að regluverki ESB. Það felur í
...