Senn líður að jólum og sveitarfélögin vinna í kapp við tímann að því að undirbúa komu þeirra. Hafnarfjarðarbæ tókst að fá jólasveinana til að mæta tæpum mánuði fyrr til byggða, en þeir skemmtu gestum á Thorsplaninu í jólaþorpinu í Hafnarfirði klæddir nýjustu vestanhafstísku í gær
Geir Áslaugarson
geir@mbl.is
Senn líður að jólum og sveitarfélögin vinna í kapp við tímann að því að undirbúa komu þeirra. Hafnarfjarðarbæ tókst að fá jólasveinana til að mæta tæpum mánuði fyrr til byggða, en þeir skemmtu gestum á Thorsplaninu í jólaþorpinu í Hafnarfirði klæddir nýjustu vestanhafstísku í gær. Hinum megin á höfuðborgarsvæðinu stóð Einar Þorsteinsson vaktina og fékk Grýlu og Leppalúða með sér í lið við að kveikja ljósin á jólakettinum á Lækjartorgi. Kötturinn er um fimm metrar á hæð, sex metrar á breidd og lýstur upp með 6.500 led-ljósum og hefur boðað komu jólanna á Lækjartorgi síðan 2018.