Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kristinn R. Sigurðsson segir misskilnings gæta um kosti harðkornadekkja, m.a. vegna þess að harðkornadekk geti verið mjög mismunandi að gerð og gæðum.
Kristinn er eigandi og framkvæmdastjóri Green Diamond-harðkornadekkja en fyrirtækið selur dekk sem framleidd eru á Ítalíu samkvæmt íslensku einkaleyfi. „Flest harðkornadekkin á markaðinum í dag eru þannig gerð að iðnaðardemantamulningi er blandað í gúmmíið en framleiðendur láta yfirleitt duga að setja 10-30 grömm af mulningi í hvert dekk og eru kornin svo fíngerð að illmögulegt er að sjá þau með berum augum,“ segir hann. „Við notum hins vegar 300-400 grömm í hvert dekk og eru kornin allt að 2 mm, og dreifast um allt slitlagið. Þetta verður til þess að dekkin halda eiginleikum sínum miklu betur en önnur dekk þegar þau
...