Mikið var um dýrðir í Mílanó fyrr í mánuðinum og streymdu mótorhjólaáhugamenn víða að til að sækja EICMA-sýninguna, en liðin eru 110 ár frá því að hún var haldin fyrst. EICMA er árviss viðburður og nota framleiðendur oft tækifærið til að frumsýna ný …
Mótorkross-kappar léku listir sínar fyrir gesti EICMA á keppnisbraut sem reist var á sýningarsvæðinu. Þeir létu sig ekki muna um að fljúga eins og fuglinn.
Mótorkross-kappar léku listir sínar fyrir gesti EICMA á keppnisbraut sem reist var á sýningarsvæðinu. Þeir létu sig ekki muna um að fljúga eins og fuglinn. — AFP/Gabriel Bouys

Mikið var um dýrðir í Mílanó fyrr í mánuðinum og streymdu mótorhjólaáhugamenn víða að til að sækja EICMA-sýninguna, en liðin eru 110 ár frá því að hún var haldin fyrst.

EICMA er árviss viðburður og nota framleiðendur oft tækifærið til að frumsýna ný mótorhjól og hreykja sér af alls kyns tækninýjungum.

Í þetta skiptið voru sýnendur meira en 770 talsins frá 45 löndum og dreifðu þeir úr sér yfir 330.000 fermetra sýningarsvæði og tíu sýningarhallir. Segja skipuleggjendur að um 600.000 manns hafi heimsótt viðburðinn en auk þess að geta skoðað glæsileg hjól á fallegum sýningarbásum mátti fylgjast með krefjandi keppni í mótorhjólagreinum. Á myndunum hér til hliðar má sjá sum af þeim hjólum sem stóðu upp úr en rafhjól voru áberandi að þessu sinni, bæði á hugmyndastigi og tilbúin til framleiðslu. ai@mbl.is