Loksins! Loksins vann íslenska karlalandsliðið í fótbolta útisigur þegar ofanritaður er á vellinum. Í leikjunum sjö fyrir leikinn við Svartfjallaland á laugardag hafði Ísland ekki unnið einn einasta sigur á útivelli og í raun aðeins gert eitt jafntefli með ofanritaðan í stúkunni
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Loksins! Loksins vann íslenska karlalandsliðið í fótbolta útisigur þegar ofanritaður er á vellinum.
Í leikjunum sjö fyrir leikinn við Svartfjallaland á laugardag hafði Ísland ekki unnið einn einasta sigur á útivelli og í raun aðeins gert eitt jafntefli með ofanritaðan í stúkunni. Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég væri óhappa.
Það er sérstaklega sætt að vinna á útivelli eftir langt ferðalag og á móti stuðningsmönnum hins liðsins. Íslenska liðið sýndi mikinn styrk á afar erfiðum velli. Gæðin töldu að lokum og var sigurinn verðskuldaður.
Leikmenn vöknuðu svo daginn eftir leik og flugu yfir til Cardiff í Wales þar sem úrslitaleikur um annað sæti riðilsins
...