Þessa dagana hefur Jakob Birgisson í nógu að snúast en hann er maðurinn á bak við uppistandssýninguna Vaxtarverki í Tjarnarbíói og hefur þurft að bæta við sýningum til að anna eftirspurn. Verður næsta sýning laugardaginn 23
Jakob ekur um á Golf-skutbíl sem áður var í eigu bílaleigu. Hann hyggst aka bílnum upp til agna.
Jakob ekur um á Golf-skutbíl sem áður var í eigu bílaleigu. Hann hyggst aka bílnum upp til agna. — Morgunblaðið/Eyþór

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Þessa dagana hefur Jakob Birgisson í nógu að snúast en hann er maðurinn á bak við uppistandssýninguna Vaxtarverki í Tjarnarbíói og hefur þurft að bæta við sýningum til að anna eftirspurn. Verður næsta sýning laugardaginn 23. nóvember og tvær sýningar á dagskrá í desember.

Jakob hafði töluverðan áhuga á bílum sem barn: „Ég bjó í Svíþjóð fyrstu fjögur ár ævi minnar og af einhverri ástæðu man ég ágætlega eftir þeim tíma og er mér minnisstætt að á göngutúrum með pabba sýndi ég honum að ég kunni heitin á öllum bílunum og þekkti merkin þeirra í sundur. Svo hefur þessi þekking skolast til með tímanum og í dag hef ég ekki endilega mikið vit á nýjum merkjum og flottum bílum og ég held að það skrifist á ákveðna nísku hjá mér: ég leyfi mér ekki að hugsa of mikið um flotta bíla því þá væri ég vís

...