Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt.
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir

Bryndís Haraldsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Verðmæti verða til hjá atvinnulífinu og verðmætasköpun er nauðsynleg forsenda þess að hér getum við byggt upp öflugt og gott samfélag. Við þurfum fjölbreyttan atvinnurekstur þar sem nýsköpun á sem flestum sviðum samfélagsins er leiðandi.

Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja hóflega skattheimtu á atvinnulífið, frekari álögur og skattheimta á atvinnugreinar geta dregið úr verðmætasköpun. Við Sjálfstæðismenn trúum á mikilvægi þess að ýta undir verðmætasköpun, hjálpa fyrirtækjunum að skapa meiri verðmæti og þannig greiða meira til samfélagsins.

Við viljum tryggja stöðugleika í rekstrarumhverfi og einfalt regluverk, við viljum tryggja samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja. Flokkurinn virðir frelsi

...