Fátt þótti mér meira ógnvekjandi í barnæsku en tilhugsunin um að ekki bara væri til líf á öðrum hnöttum, heldur hefði það einnig haft fyrir því að venja komur sínar hingað og hrella mann og annan. Náði ég samt einhvern veginn á síðasta rápi mínu um…
Stefán Gunnar Sveinsson
Fátt þótti mér meira ógnvekjandi í barnæsku en tilhugsunin um að ekki bara væri til líf á öðrum hnöttum, heldur hefði það einnig haft fyrir því að venja komur sínar hingað og hrella mann og annan. Náði ég samt einhvern veginn á síðasta rápi mínu um streymisveituna Netflix að álpast niður á ekki bara einn eða tvo heldur þrjá sjónvarpsþætti um slíkar heimsóknir frá fjarlægri veröld.
Tveir þeirra tilheyrðu reyndar þáttaröðinni „Óráðnar gátur“ (e. Unsolved Mysteries) og fjölluðu einmitt um dularfulla uppskurði á kúm, sem raktir hafa verið til geimvera, og svo hið fræga Roswell-atvik árið 1947. Eru báðar gáturnar enn óráðnar, öllum að óvörum.
Algrímur vísaði mér í kjölfarið á þættina
...