Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Nú staldra bílaáhugamenn við og segja þarna of djúpt í árinni tekið. Auðvitað er A8 flaggskipið! Og hvernig réttlætir maðurinn svona tal þegar hann sér A8 V8 biturbo með lengdum afturhurðum líða eftir götunni?
Svarið er einfalt. Maður sér slíka bíla sjaldan, eiginlega bara í fréttatímum þegar fjallað er um Olav Sholz, Frank-Walter Steinmeier eða aðra þýska stjórnmálaleiðtoga þegar þeir eru á þeim buxunum að notast fremur við Audi en S-class frá Mercedez-Benz eða sjöuna frá BMW.
Q7 er kóngurinn og hefur lengi verið eða í raun allt frá því að hann var fyrst kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í setpember 2005. Alhliða borgarjeppi, stór og stæðilegur og líklegur til að geta tekist á við flestar þær krefjandi aðstæður
...