Það má kannski segja að það sé eftir öðru að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, skuli nú fara fram í höfuðborginni Bakú í olíuframleiðsluríkinu Aserbaídsjan.

Ísland ákvað að ekki dygði að senda færri en 46 þátttakendur héðan í langflug í þágu loftslagsins. Þar af eru tíu úr opinberri sendinefnd en afgangurinn fulltrúar ýmissa fyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka, sem án efa hafa samviskusamlega kolefnisjafnað flugið, sem þar með olli engum útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Markmið Parísarsamningsins eru sögð í mikilli hættu, en úr henni hlýtur að draga með flugferðunum til Bakú. Engu að síður segir leiðtogi ráðstefnunnar að við séum á leið til glötunar, líklega vegna þess að loftslagsráðstefnurnar eru ekki fleiri og fjölmennari.

Bjørn Lomborg skrifaði að vísu grein hér

...