Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir nokkrum árum vakti athygli nýtt íslenskt listasamfélag, post-dreifing, sem gaf út hljómplötur með listamönnum eins og K.Óla, bagdad brothers, GRÓU, asdfhg, Ólafi Kram, Skoffíni, Supersport! og fleiri hljómsveitum sem léku allt frá tilraunakenndum spuna í glúrið indískotið popp. Bjarni Daníel Þorvaldsson tók þátt í að stofna post-dreifingu, var liðsmaður bagdad brothers á sínum tíma og er í Supersport! sem sendi frá sér plötu fyrir stuttu.
Segja má að Bjarni Daníel hafi verið virkur í tónlist alla ævi. Hann segist snemma hafa farið að syngja í kór og segist hafa áttað sig æ betur á því hvað það hafi lagt grunn að mörgu sem hann hafi tekið sér fyrir hendur í tónlist, „og þá sérstaklega þegar við vorum að vinna að plötunni Allt sem hefur gerst þar sem
...