Óskar Bjarni Óskarsson, margreyndur þjálfari Vals, tilkynnti í gær að hann muni hætta sem þjálfari karlaliðs félagsins í handknattleik að yfirstandandi tímabili loknu. Óskar tók við Val í þriðja sinn í fyrrasumar og gerði liðið að Evrópubikarmeisturum sem og bikarmeisturum í vor
Handbolti
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Óskar Bjarni Óskarsson, margreyndur þjálfari Vals, tilkynnti í gær að hann muni hætta sem þjálfari karlaliðs félagsins í handknattleik að yfirstandandi tímabili loknu. Óskar tók við Val í þriðja sinn í fyrrasumar og gerði liðið að Evrópubikarmeisturum sem og bikarmeisturum í vor.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, tekur við af Óskari og hættir með kvennaliðið. Ágúst hefur verið með kvennalið Vals um árabil og náð mögnuðum árangri með gífurlega sterkt lið, sem er bæði Íslands- og bikarmeistari.
Óskar var einn með aðallið Val frá 2003 til 2010 og síðan 2014 til 2017. Hann stýrði þá Val með Jóni Kristjánssyni tímabilið 2014-15 og með Guðlaugi Arnarssyni 2016-17. Fyrir utan það
...