Kringlubíó sýnir óperusýningar frá Metropolitan og næsta sýning er laugardaginn 23. nóvember en þá verður óperan Tosca eftir Giacomo Puccini sýnd. Sýningin hefst kl. 18 og stendur til kl
Lise Davidsen
Lise Davidsen

Kringlubíó sýnir óperusýningar frá Metropolitan og næsta sýning er laugardaginn 23. nóvember en þá verður óperan Tosca eftir Giacomo Puccini sýnd. Sýningin hefst kl. 18 og stendur til kl. 21.10 með tveimur hléum. Örfáir miðar eru óseldir en aukasýning verður miðvikudag 27. nóvember og hefst hún kl. 17.

Óperustjarnan Lise Davidsen tók við titilhlutverkinu í Toscu 12. nóvember. Hún var gestur Listahátíðar í Reykjavík í sumar og söng á einleikstónleikum í Eldborg Hörpu. Hljómsveitarstjóri er Xian Zhang en leikstjóri er David McVicar.

Þá verður Töfraflautan sýnd laugardaginn 7. desember, Aida laugardaginn 25. janúar og Fidelio 15. mars. Frekari upplýsingar og fleiri óperusýningar má finna á nýrri heimasíðu

...