Mikils tvískinnungs gætir í allri umræðu um umhverfismál. Þótt Íslendingar noti 99% umhverfisvæna orku þurfum við að lúta sömu kröfum og aðrir.
Egill Þórir Einarsson
Egill Þórir Einarsson

Egill Þórir Einarsson

Undirritaður ritaði grein í Morgunblaðið 5. nóvember 2021 undir heitinu „Græn orka og sjálfbærni“. Þar var fjallað um áform um stórfelldar virkjanir til þess að uppfylla loftslagsmarkmið Íslendinga og hugmyndir manna um framleiðslu á „grænum“ orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis. Nú í aðdraganda kosninga eru þessi spil aftur dregin upp úr hattinum og flaggað sem einu lausninni til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Nauðsynlegt er að benda á að þessi áform hafa lítið með sjálfbærni eða umhverfisvernd að gera heldur eru hugsuð til að skapa grundvöll fyrir stórfellda framleiðslu á vistvænu eldsneyti í þágu fjármagnseigenda. Íslendingar hafa þegar mikið forskot á aðrar þjóðir með 99% umhverfisvænnar raforku og orku til húshitunar og við höfum þegar sýnt heiminum gott fordæmi. Er ekki best að staldra við og líta til annarra

...