„Þetta hefur verið eins og skemmtilegt ævintýri,“ segja stelpurnar í hljómsveitinni Skandal. Þær eru allar nemar á lokaári í Menntaskólanum á Akureyri og hljómsveitin varð til innan veggja skólans
Skandall Hljómsveitin hefur unnið Viðarstauk sl. tvö ár. Frá vinstri Kolfinna, Margrét, Inga, Sóley og Sólveig.
Skandall Hljómsveitin hefur unnið Viðarstauk sl. tvö ár. Frá vinstri Kolfinna, Margrét, Inga, Sóley og Sólveig. — Morgunblaðið/Margrét Þóra

Margrét Þóra Þórsdóttir

Akureyri

„Þetta hefur verið eins og skemmtilegt ævintýri,“ segja stelpurnar í hljómsveitinni Skandal. Þær eru allar nemar á lokaári í Menntaskólanum á Akureyri og hljómsveitin varð til innan veggja skólans. Hróðurinn hefur borist víða og þær verið á ferð og flugi undanfarin tvö sumur. Þær hafa gefið út nokkur frumsamin lög, fleiri eru væntanleg og plata í undirbúningi.

Stelpurnar í hljómsveitinni Skandal eru þær Inga Rós Suska Hauksdóttir frá Blönduósi og Hvammi í Vatnsdal sem sér um söng, Kolfinna Ósk Andradóttir frá Ólafsfirði leikur á hljómborð og fiðlu, Margrét Sigurðardóttir frá Siglufirði spilar á bassa, Sóley Sif Jónsdóttir frá Skagaströnd leikur á hljómborð, trommur og syngur og Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn á Skaga leikur á þverflautu.

...