Iðunn Andrésdóttir
idunn@mbl.is
Þegar Smart-bílar koma upp í hugann sjá flestir eflaust fyrir sér pínulitlu tveggja sæta bílana sem þeir gerðu fræga um árið – nánar tiltekið 1998; bíla sem eru gjarnan þekktir fyrir að vera praktískir og einfaldir í notkun með nútímalegu viðmóti og smá krúttlegu og skrítnu yfirbragði. Orðið lúxus er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug.
Rak undirrituð því upp stór augu er henni voru afhentir lyklarnir að gullfallegum Smart #3 Pulse sem er eiginlega ekki hægt að lýsa öðruvísi en aðlaðandi og spennandi. Satt best að segja átti ég seint von á að Smart-bíllinn væri smart í íslenskri merkingu, en skjátlaðist svo sannarlega og stendur bifreiðin undir nafni bæði í íslenskri og enskri merkingu. Var reynsluakstur Smart #3 því ágætis lexía um að ganga að hlutunum með
...