Örn Gunnlaugsson
Samfylkingarsnillingarnir geysast nú fram hver um annan þveran og telja sig hafa fundið tekjulind með því að skattleggja sérstaklega hagnað einyrkjaeinkahlutafélaga umfram önnur hlutafélög. Hvergi hefur komið fram hvernig greina á milli félaga þar sem einn hluthafi er, nokkrir eða margir. Í mörgum félögum vinna hluthafar ekki hjá félögunum heldur eru aðeins hluthafar og taka arð. Þá liggur ekki fyrir hvernig á að níðast á stærri félögum þar sem hluthafar telja jafnvel hundruð. Það sem sameinar þessa snillinga þó helst er að þeir eru allir ríkisjötubítar í einhverri mynd. Í áratugi hefur greinarhöfundur ítrekað bent á að umræddir ríkisjötubítar sópa til sín ferðadagpeningum án þess að þær greiðslur séu meðhöndlaðar skattalega með réttmætum hætti.
Starfsmenn skattyfirvalda sýna þessu viljandi tómlæti enda sjálfir á beit á umræddri
...