Skáldsaga Ég færi þér fjöll ★★★½· Eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Bjartur, 2024. Innb., 219 bls.
Bækur
Kristján Jóhann
Jónsson
Skáldsagan Ég færi þér fjöll er ástarsaga. Í söguþræðinum er tilvísun til leikritsins um Rómeó og Júlíu, erfiðleikar hinna ástföngnu tengjast snúnum fjölskyldumálum og reyndar líka menningu.
Aðalpersónur þessarar skáldsögu eru fagur og ríkur Spánverji, Manuel, og frekar skaphörð og tortryggin norræn kona sem heitir Sigyn eftir konu Loka, samkvæmt norrænni ásatrú.
Sögumaður er hefðbundinn þriðju persónu sögumaður sem tekur framan af nokkuð langan tíma í það að segja okkur á víxl frá hugsunum og andlegri líðan þeirra Manuels og Sigynjar. Þær vangaveltur rista ekki alltaf djúpt eins og stundum er sagt enda er það ekki fyrr en um miðja bók sem lesandi fær að sjá til átta
...