Eddan Verbúðin verðlaunuð í fyrra.
Eddan Verbúðin verðlaunuð í fyrra. — Morgunblaðið/Eggert

Fyrirkomulag nýrra sjónvarpsverðlauna Eddunnar verður kynnt síðar í vikunni. Útséð er um að hátíðin verði haldin í ár.

Samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni dagskrárstjóra RÚV funduðu fulltrúar sjónvarpsstöðvanna um fyrirhugaða hátíð í gær og von er á yfirlýsingu á næstu dögum. Segir hann að sjónvarpsverðlaunahátíðin verði haldin í fyrsta sinn „einhvern tímann eftir áramót“.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í september gætir nokkurrar óþreyju meðal sjónvarpsfólks sem vill fá sína uppgjörshátíð eins og kollegar þeirra í kvikmyndabransanum. Tilkynnt var í lok árs 2023 að breytingar yrðu gerðar á Eddunni og að kvikmyndaverðlaun og sjónvarpsverðlaun yrðu hér eftir afhent hvor í sínu lagi. Kvikmyndaverðlaunin voru svo afhent í apríl síðastliðnum. hdm@mbl.is