Boðað hefur verið til formlegs samningafundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga í dag, sautján dögum eftir síðasta samningafund. Að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara hefur verið ákveðið að prófa nýja aðferðafræði í deilunni

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Boðað hefur verið til formlegs samningafundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga í dag, sautján dögum eftir síðasta samningafund.

Að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara hefur verið ákveðið að prófa nýja aðferðafræði í deilunni. Kennarar hafa fallist á að setja til hliðar að sinni kröfur sínar um að finna viðmiðunarhópa á almennum markaði til að jafna laun sín við.

Greint hefur verið frá að kröfur kennara snúist fyrst og fremst um að grunnlaunasetning sérfræðinga í fræðslugeiranum og annarra sérfræðinga á opinberum markaði verði jafnsett launum á almennum markaði.

Í því felist meðal annars að finna þurfi viðmiðunarhópa en Ástráður segir að nú verði reynd önnur aðferðafræði

...