Alþingisgarðurinn hefur verið friðlýstur, en Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra undirritaði friðlýsinguna í garðinum í gær, með aðstoð Birgis Ármannssonar, fráfarandi forseta Alþingis.
Friðlýsingin var gerð að tillögu Minjastofnunar í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar um friðlýsingu húsa sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
Tekur friðlýsingin til Alþingisgarðsins við Kirkjustræti 14, í þeirri mynd sem hann hefur varðveist. Garðurinn er ríflega 900 fermetrar að stærð og tekur friðlýsingin til þess svæðis, en vikið er frá því að hafa 100 metra friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins.
...