Í dag er þess minnst að þúsund dagar eru liðnir frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu hinn 22. febrúar 2022. Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu á Íslandi og Finnlandi, segir í aðsendri grein í blaðinu í dag, að Rússar haldi áfram að beita öllum leiðum til þess að brjóta niður viðnám Úkraínu, og að augljóst þjóðarmorð eigi sér þar nú stað.
Hún segir einnig að Rússar hafi nú gert rúmlega 7.000 drónaárásir á yfirráðasvæði Úkraínu það sem af er þessu ári, og er þeim aðallega beint gegn íbúðarhúsum, skólum, sjúkrahúsum og mikilvægum innviðum, og muni Rússar ekki hætta fyrr en þeir hafi tortímt Úkraínu sem sjálfstæðri þjóð.
Rússar gerðu í gær loftárás á hafnarborgina Ódessu annan daginn í röð, og féllu tíu manns í árásinni. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi árásina harðlega og sagði hana sýna að Rússar hefðu einungis
...