Breiðholt Borche Ilievski er snúinn aftur í Breiðholtið til að þjálfa ÍR.
Breiðholt Borche Ilievski er snúinn aftur í Breiðholtið til að þjálfa ÍR. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Borche Ilievski hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Í gær lét hann formlega af störfum hjá Fjölni, þar sem hann þjálfaði meistaraflokk karla og 10. flokk drengja, og stýrði svo fyrstu æfingu sinni hjá ÍR í gærkvöldi. Borche, sem er fæddur í Norður-Makedóníu en er með íslenskan ríkisborgararétt, var áður þjálfari ÍR frá 2015 til 2021. Hafnaði liðið til að mynda í öðru sæti Íslandsmótsins árið 2019 undir hans stjórn.