Sigurður Björgvin Sigurðsson, höfundur nýrrar bókar, Leitin að Geirfinni, telur sig vita hvað henti Geirfinn Einarsson að kvöldi 19. nóvember 1974. Geirfinnur hafi beðið bana í átökum en tengist ekki á nokkurn hátt því sem lögreglan og saksóknari…

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Sigurður Björgvin Sigurðsson, höfundur nýrrar bókar, Leitin að Geirfinni, telur sig vita hvað henti Geirfinn Einarsson að kvöldi 19. nóvember 1974. Geirfinnur hafi beðið bana í átökum en tengist ekki á nokkurn hátt því sem lögreglan og saksóknari héldu fram og dæmt var eftir í Hæstarétti árið 1980. Hin dæmdu voru sýknuð árið 2018 eins og þekkt er. Sigurður og fólkið sem aðstoðaði hann við gerð bókarinnar munu koma gögnum og vísbendingum sem þau hafa undir höndum til embættis ríkissaksóknara.

„Mér finnst það eðlilegast og velti því fyrir mér hvort ég hafi jafnvel sagt aðeins of mikið í bókinni. En þessar upplýsingar eiga heima hjá saksóknara. Yfirvöld geta notast við rannsóknarheimildir sem ég get ekki. Að mínu mati þarf að ljúka þessu máli og það ætti ekki að vera

...