Viðskiptabankarnir þrír spá því að peningastefnunefnd (PSN) Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 50 punkta úr 9,0% í 8,5% á næsta fundi sínum miðvikudaginn 20. nóvember. IFS greining og Kvika telja 25 punkta lækkun líklegri
Vaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveður stýrivexti miðvikudaginn 20. nóvember. Núverandi stýrivextir eru 9%.
Vaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveður stýrivexti miðvikudaginn 20. nóvember. Núverandi stýrivextir eru 9%. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Viðskiptabankarnir þrír spá því að peningastefnunefnd (PSN) Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 50 punkta úr 9,0% í 8,5% á næsta fundi sínum miðvikudaginn 20. nóvember. IFS greining og Kvika telja 25 punkta lækkun líklegri. Á síðasta fundi peningastefnunefndar voru stýrivextir lækkaðir um 25 punkta.

Í greiningu Íslandsbanka segir að trúlega standi valið milli þess að lækka vextina um 25 eða 50 punkta. „Það eru raunar talsverðar líkur að okkar mati á því að 0,25 prósentur verði fyrir valinu þótt okkur þyki 0,5 prósenturnar líklegri niðurstaða. Þar horfum við ekki síst til nýlegra orða PSN um þörf á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn,“ segir í greiningu Íslandsbanka.

Arion telur 50 punkta

...