Gleði Christian Nörgaard og Morten Hjulmand fagna eftir að Danmörk tryggði sér sæti í átta liða úrslitum A-deildar Þjóðadeildarinnar í gær.
Gleði Christian Nörgaard og Morten Hjulmand fagna eftir að Danmörk tryggði sér sæti í átta liða úrslitum A-deildar Þjóðadeildarinnar í gær. — AFP/Andrej Isakovic

Króatía og Danmörk tryggðu sér í gærkvöld annað sætið í riðlum sínum í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu og þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Portúgal, Króatía, Frakkland, Ítalía, Þýskaland, Holland, Spánn og Danmörk leika í átta liða úrslitum.

Króatía náði öðru sæti í 1. riðli með því að gera jafntefli við Portúgal, 1:1, en Portúgal var þegar búið að vinna riðilinn. Skotland vann Pólland 2:1 í sama riðli, endar í þriðja sæti og fer í umspil um að halda sæti sínu í A-deild á meðan Pólland er fallið niður í B-deild.

Í 4. riðli gerði Danmörk markalaust jafntefli við Serbíu þar í landi og tryggði sér þannig annað sætið á eftir Spáni, sem hafði þegar unnið riðilinn.

Serbía hafnaði

...