Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur sig meira í frammi nú en endranær, þegar hann var þó með merkilegra umboð en hann er nú, þótt hann sé enn forseti landsins. Staðan er núna sú, að Kamala Harris, varaforseti Bidens, var af helstu valdamönnum flokks Demókrata, en án nokkurrar atkvæðagreiðslu, gerð að forsetaframbjóðanda flokksins. Joe Biden forseti margtók fram, að hann hefði ekki minnstu áform um það, að gefa frá sér að keppa eftir endurnýjuðu umboði til fjögurra ára. En helstu „kardínálar“ Demókrataflokksins; Obama, fyrrverandi forseti, Hillary, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem bauð sig fram 2016 og tapaði fyrir Trump, talaði nú með stuðningi eiginmannsins, Bills Clintons, fyrrverandi forseta, og svo valdakonan Nancy Pelosi, sem fór um langa hríð fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Biden margneitaði opinberlega að gefa sig gagnvart kröfum fyrrgreindra forystumanna. Biden og Jill kona hans bentu á, að Harris varaforseti hefði aldrei fengið eitt
...