Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum reynt að kasta út netinu sem víðast þegar við erum að fá gesti til að koma. Það er mesta furða hvað fólk er alltaf til í að koma til Íslands þegar maður biður fallega,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur.
Fyrir dyrum er bókmenntahátíðin Iceland Noir sem hefst með formlegum hætti á miðvikudag og stendur fram á laugardag. Stór hópur alþjóðlegra gesta hefur boðað komu sína og tugir íslenskra höfunda troða einnig upp.
Iceland Noir-hátíðin hefur breyst talsvert á síðustu árum. Upphaflega snerist hún fyrst og fremst um glæpasögur en Ragnar og Yrsa Sigurðardóttir, sem eru upphafsmenn hátíðarinnar og hafa borið hitann og þungann af skipulagningunni frá fyrsta degi, hafa smám saman víkkað
...