Óli Björn Kárason
„Umfram allt verðum við að átta okkur á því að ekkert vopnabúr eða vopn í vopnabúrum heimsins er eins máttugt og vilji og siðferðilegt hugrekki frjálsra karla og kvenna. Þetta er vopn sem andstæðingar okkar búa ekki yfir.“
Þegar Ronald Reagan tók við sem forseti Bandaríkjanna í janúar 1981 voru skilaboðin hans skýr. Hugrekki og vilji frjálsra einstaklinga er sterkasti hlekkurinn í að tryggja öryggi og sjálfstæði lýðræðisríkja. Reagan var sannfærður um að siðferðileg staðfesta og þrautseigja aðskilji lýðræðisríkin frá löndum einræðis og kúgunar. Hann trúði því af einlægni að vilji fólks til að verja frelsi sitt og réttindi muni að lokum leiða til þess að lýðræðisríkin nái yfirhöndinni á alþjóðavettvangi.
Sagan hefur kennt okkur að Reagan hafði rétt fyrir sér.
...