Seðlabankinn gæti breytt ákvæðum um eiginfjárkröfur og bindiskyldu upp á sitt eindæmi.
Seðlabankinn gæti breytt ákvæðum um eiginfjárkröfur og bindiskyldu upp á sitt eindæmi. — Morgunblaðið/Baldur

Hið svokallaða Íslandsálag hefur lagt auknar álögur á íslenska lántakendur um árabil eins og fjallað var um á morgunfundi SFF og SA í síðustu viku. Var þar nefnt til dæmis að sá sem skuldar 50 m.kr. í íbúðalán borgi 500 þ.kr. meira á ári í viðbótarvaxtakostnað vegna álagsins.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagði á fundinum að Íslandsálagið væri samheiti yfir mjög íþyngjandi regluverk og hæstu sértæku skatta á fjármálafyrirtæki í Evrópu.

Benedikt segir í samtali við ViðskiptaMoggann að bankarekstur á Íslandi sé tiltölulega einföld starfsemi þar sem ekki er unnið yfir landamæri. Til þess ætti að horfa þegar verið sé að búa atvinnugreininni starfsskilyrði.

Spurður að því hvort hægt sé að afnema Íslandsálagið, og hvað þurfi til, segir Benedikt að margir þættir komi saman í

...