Fimm ættliðir Hildur, Matthildur, Ásthildur, Sigríður og Sesselja.
Fimm ættliðir Hildur, Matthildur, Ásthildur, Sigríður og Sesselja.

Sesselja Magnúsdóttir er fædd 20. nóvember 1944 á Smiðjustíg 9 í Reykjavík. „Þar ólst ég upp þar til ég var 13 ára gömul. Þá fluttum við inn í Bústaðahverfi.“

Hún var í grunnskóla í Miðbæjarskólanum og fór svo í Réttarholtsskóla og Gagnfræðaskóla verknáms. „Síðar fór ég í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, þar lærði ég vélritun, ensku, dönsku og íslensku og allt þetta gagnaðist mér á vinnumarkaði seinna meir. Ég byrjaði í Pennanum árið 1961 og Hf. Jöklum 1965 og starfaði þar við skrifstofustörf og bókhald til 1969.“

Þann 14. desember árið 1968 gekk Sesselja í hjónaband með Sigurði Andra og eignuðust þau frumburðinn Kristin 16. september það sama ár. „Sama dag og Kristinn fæddist keyptum við Andri íbúð á Bollagötu 1 og bjuggum þar til 5. júní árið 1973. Árið 1971 kom Hildur dóttir okkar í heiminn. Þegar hún var tveggja

...