Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Úkraínsk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að Úkraínumenn myndu aldrei gefast upp fyrir Rússum, er þess var minnst að þúsund dagar eru liðnir frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í landið. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að árið 2025 yrði örlagaár varðandi niðurstöðu Úkraínustríðsins,

„Á úrslitastundum, sem munu koma á næstu ári, megum við ekki láta neinn í þessum heimi efast um þrautseigju ríkis okkar í heild. Og á því stigi verður ákveðið hverjir hafa betur,“ sagði Selenskí er hann ávarpaði úkraínska þingið í tilefni tímamótanna.

„Þessi orrusta snýst ekki bara um Pokrovsk, Kúpíansk, eða nokkra aðra borg, bæ eða þorp, ekki bara um þetta hérað eða hitt sem tilheyrir okkur. Þessi orrusta snýst um

...