Guðrún Erna Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1966. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 1. nóvember 2024.
Móðir Guðrúnar Ernu er Berta Guðný Kjartansdóttir, f. á Flateyri 23.7. 1945.
Eiginmaður Bertu og uppeldisfaðir Guðrúnar Ernu var Guðmundur Þorleifsson, f. 4.1. 1940, d. 28.7. 2019.
Systur Guðrúnar Ernu eru: Erla P. Guðmundsdóttir, f. 14.12. 1971, gift Bernhard A. Petersen. Börn þeirra eru Diljá Heba, Júlía Hrönn og Bernhard Snær; Harpa Guðmundsdóttir, f. 7.4. 1976, kærasti hennar er Jónatan Fjalar Vilhjálmsson. Börn hennar eru Birgir Þór og Birgitta Heiða.
Stjúpbræður Guðrúnar Ernu eru: Grétar Birkir Guðmundsson, f. 8.4. 1965, giftur Svanhildi Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Harpa María, Hekla Björk og Hákon Birkir, sjö barnabörn; G.
...