Mark Andri Lucas Guðjohnsen í þann mund að skora mark Íslands í gær.
Mark Andri Lucas Guðjohnsen í þann mund að skora mark Íslands í gær. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola stórt tap, 4:1, gegn Wales í lokaumferð 4. riðils B-deildar Þjóðadeildar Evrópu í Cardiff í gærkvöldi.

Ísland byrjaði leikinn með besta móti og skoraði fyrsta mark leiksins. Það gerði Andri Lucas Guðjohnsen. Eftir það seig hins vegar á ógæfuhliðina og Wales svaraði með fjórum mörkum.

Sjö stig og þriðja sætið í riðlinum er þar með niðurstaðan og ljóst að Ísland fer í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars á næsta ári.

Varnarleikurinn reyndist akkilesarhæll íslenska liðsins, sem skoraði bæði flest mörk í riðlinum, tíu, og fékk á sig langflest, 13.

Þar sem Tyrkland tapaði óvænt fyrir botnliði Svartfjallalands, sem var þegar fallið í C-deild, í hinum

...