Höfuðborgarsvæðið er bílaborg og í slíkum borgum eru umferðartafir að jafnaði mun minni en í öðrum borgum.
Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason

Þórarinn Hjaltason

Á mbl.is 14. nóvember síðastliðinn birtist frétt með fyrirsögninni „Minni tafir en í sambærilegum borgum“. Fjallað var um erindi sem dr. Berglind Hallgrímsdóttir samgönguverkfræðingur flutti á morgunfundi sama dag hjá Vegagerðinni. Berglind bar umferðartafir í Rekjavík saman við umferðartafir í Bergen, Málmey og Árósum, sem hún telur vera sambærilegar borgir. Ég er ósammála því, einkum af tveim ástæðum.

Í fyrsta lagi þarf að bera saman borgarsvæðin (ekki bara borgina sjálfa). Á Bergensvæðinu búa 420 þúsund manns, 700 þúsund á Málmeyjarsvæðinu og 367 þúsund á Árósasvæðinu. Skandinavísku borgarsvæðin eru því mun fjölmennari en höfuðborgarsvæðið með sína 244 þúsund íbúa.

Í öðru lagi er höfuðborgarsvæðið bílaborg. Umferðartafir í bílaborgum eru að jafnaði mun minni en í

...