Það er margt sem Kanadabúar geta verið stoltir af: Kanada er fallegt og friðsamt land, ríkt af náttúruauðlindum og með blómstrandi menningarlíf, en best af öllu er að leita þarf alla leið til Japans til að finna kurteisara og almennilegra fólk.
Allt þar til nýlega voru þessir elskulegu nágrannar okkar líka stoltir af kanadísku bönkunum og kanadísku stjórnarfari – en nú virðist það vera að breytast: Á næsta ári verður liðinn áratugur síðan Justin Trudeau komst til valda og hefur óánægja Kanadamanna með ríkisstjórn hans aldrei verið meiri. Þá hlaut kanadíski bankinn TD Bank á dögunum risasekt í Bandaríkjunum fyrir að hafa leyft umfangsmiklu peningaþvætti að viðgangast og hefur málið skilið eftir sig ljótan blett á orðspori kanadíska bankageirans.
Litlaus en áreiðanlegur
Sérstaða kanadísku bankanna sást á því hversu
...