Ágæt reynsla þykir hafa fengist af Færeyjaflugi sem Icelandair var með á áætlun frá því í byrjun maí á þessu ári og út október síðastliðinn. Í verkefni þetta voru notaðar vélar af gerðinni DHC-8-400 sem taka 76 farþega
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ágæt reynsla þykir hafa fengist af Færeyjaflugi sem Icelandair var með á áætlun frá því í byrjun maí á þessu ári og út október síðastliðinn. Í verkefni þetta voru notaðar vélar af gerðinni DHC-8-400 sem taka 76 farþega. Sætanýting var að jafnaði um 65% og jókst eftir því sem á leið. „Tilraunin heppnaðist og við höldum áfram á næsta ári og byrjum þá snemma í apríl,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, í samtali við Morgunblaðið.
...