Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. c4 g6 2. Rc3 Rf6 3. e4 c5 4. Rf3 Bg7 5. d4 0-0 6. d5 d6 7. h3 b5 8. cxb5 a6 9. a4 e6 10. Ha3 exd5 11. exd5 He8+ 12. Be3 Re4 13. Rxe4 Hxe4 14. Rd2 Hb4 15. Be2 Bxb2 16. Hb3 axb5 17. Bxb5 Da5 18. 0-0 Ba6 19. Hxb2 Hxb2 20. Rc4 Db4 21. Rxb2 Dxb2 22. Dg4 De5 23. Bf4 De7 24. Dg3 Bxb5 25. axb5 Db7 26. Bh6 Dxd5 27. Dc3 Dd4

Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2.470) hafði hvítt gegn enskum kollega sínum Daniel Howard Fernandez (2.516). 28. Dxd4? hvítur gat þvingað fram vinning með því að leika 28. He1! f6 (28. … Rd7 væri svarað með 29. Da5! Dd5 30. Dc7 Rf8 31. b6 og hvítur vinnur) 29. He8+ Kf7 30. De1! og hvítur vinnur. 28. … cxd4 staðan núna er hér um bil í jafnvægi en eigi að síður vann hvítur skákina um síðir.