Á útgáfudegi ævisögu Geirs H. Haarde voru átta úr vinahópi hans stödd suður á Spáni. Þau sendu honum kveðju og hafði séra Hjálmar Jónsson orð fyrir þeim: Þjóðinni birtist nú bókin í dag sem blaktandi sigurfáni er vitnar um heilindi og hjartalag sem hefurðu þegið að láni

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Á útgáfudegi ævisögu Geirs H. Haarde voru átta úr vinahópi hans stödd suður á Spáni. Þau sendu honum kveðju og hafði séra Hjálmar Jónsson orð fyrir þeim:

Þjóðinni birtist nú bókin í dag

sem blaktandi sigurfáni

er vitnar um heilindi og hjartalag

sem hefurðu þegið að láni.

Við hyllum þig, samgleðjumst,
hendum í brag

með hamingjuóskum frá Spáni.

Horninu barst kveðja frá Guðjóni Smára Agnarssyni, en þar hefur hann orð á því að undanfarið hafi fréttir af skuldasöfnun, húsnæðisskorti, ofbeldi og umferðartöfum í höfuðborginni verið tíðar. „Í aðdraganda þingkosninganna er mikið rætt

...