„Ritgerðin mín svipaði svo til annarrar að ég var talinn hafa stolið henni. En ég hafði bara skilað henni áður.“ Hér er manni nú, eins og segir í lögguþáttunum, sama um allt nema höfuðglæpinn. „Ritgerðin svipaði“ ekki til nokkurs hlutar, hversu oft sem hún hafði verið endurnýtt. Henni, ritgerðinni, svipaði til sjálfrar sín.