Sýningar hefjast í Bíó Paradís á morgun á nýjustu kvikmynd leikstjórans Dags Kára Péturssonar, Hygge!, en auk þess að leikstýra myndinni skrifaði Dagur Kári handritið í samstarfi við Mads Tafdrup
Gamandrama Úr Hygge! Fjölskylda kemur saman til að halda upp á afmæli fjölskyldumeðlims sem liggur í dái.
Gamandrama Úr Hygge! Fjölskylda kemur saman til að halda upp á afmæli fjölskyldumeðlims sem liggur í dái. — Ljósmynd/Christian Geisnæs

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Sýningar hefjast í Bíó Paradís á morgun á nýjustu kvikmynd leikstjórans Dags Kára Péturssonar, Hygge!, en auk þess að leikstýra myndinni skrifaði Dagur Kári handritið í samstarfi við Mads Tafdrup.

Verkefnið í heild var um margt ólíkt öðrum sem Dagur Kári hefur tekið að sér þar sem kvikmyndin er lausleg endurgerð á ítalskri mynd, Perfetti sconosciuti, frá árinu 2016 sem alið hefur af sér ótalmargar endurgerðir. Eru þær nú orðnar 28 talsins og þar af ein íslensk, Villibráð sem frumsýnd var í fyrra. Frummyndin ítalska er sú kvikmynd sögunnar sem oftast hefur verið endurgerð, skv. Heimsmetabók Guinness.

Dagur Kári er spurður að því hvers vegna þessi tiltekna kvikmynd

...