Þegar Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, er spurður út í það regluverk sem íslenskir bankar þurfa að starfa eftir þá eru svörin skýr. „Ég held að það sem fólki í bönkunum þyki kannski erfiðast í sínum daglegu störfum, og mikill tími og …
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. — Morgunblaðið/Eggert

Þegar Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, er spurður út í það regluverk sem íslenskir bankar þurfa að starfa eftir þá eru svörin skýr.

„Ég held að það sem fólki í bönkunum þyki kannski erfiðast í sínum daglegu störfum, og mikill tími og kostnaður fer í, er þetta gríðarlega flókna umfangsmikla regluverk sem við búum við. Það eru allir sammála um mikilvægi öflugs fjármálaeftirlits, en flókið eftirlit er ekki það sama og gott eftirlit. Regluverkið er í grunninn smíðað í Evrópu og mér hefur fundist eins og ákveðins hömluleysis hafi gætt þar á undanförnum áratug þegar kemur að þessum lagasetningum,“ segir Ármann.

Hann heldur áfram: „Mér finnst oft eins og fólkið sem hefur útbúið þetta skeyti ekkert um hversu erfitt og kostnaðarsamt er að framfylgja mörgum þeim reglum sem útbúnar eru. Þá finnst mér líka margar af þessum

...