— Skjáskot úr myndskeiði

Monsignor Jamie Gigantiello, prestur í Our Lady of Mount Carmel, hefur verið sviptur embætti sínu eftir rannsókn á fjármálastjórnun hans og leyfi sem hann veitti poppstjörnunni Sabrinu Carpenter til að taka upp tónlistarmyndband í kirkjunni.

Myndbandið, sem kom út 31. október, vakti hneykslan þar sem Carpenter sést dansa fáklædd í kirkjunni umkringd líkkistum og úr varð rannsókn sem leiddi í ljós óviðeigandi fjármálaviðskipti prestins, meðal annars háar millifærslur úr sjóðum kirkjunnar.

Nánar á K100.is