Framkvæmdastjórinn Ragnar Schram segir að stjórn SOS Barnaþorpa muni funda um hvernig fjármunirnir frá sjómanninum verði nýttir.
Framkvæmdastjórinn Ragnar Schram segir að stjórn SOS Barnaþorpa muni funda um hvernig fjármunirnir frá sjómanninum verði nýttir. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

SOS Barnaþorpum á Íslandi barst á dögunum vegleg gjöf frá eldri borgara. Samtökunum hefur ekki borist hærri upphæð frá einum einstaklingi sem er á lífi en dæmi eru um háar upphæðir látinna einstaklinga úr erfðaskrám.

„Ég fékk fyrst skilaboð um að við hefðum fengið símtal frá banka á Vestfjörðum þar sem fram kom að einstaklingur vildi hitta okkur og styrkja starfsemina um leið,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa. „Síðar birtist eldri maður hér á skrifstofunni hjá okkur, líklega á níræðisaldri, og kom með systur sinni en hann óskaði eftir því að funda með mér. Þar sagðist hann vilja gefa samtökunum framlag og rétti mér umslag. Í því var útprent frá Landsbankanum og þar kom fram að þessi maður ætlaði að gefa samtökunum 10 milljónir króna.“

Ragnar tekur einnig fram að starfið byggist á smærri framlögum frá mörgum einstaklingum en stærri framlög komi sér vitaskuld afar vel. „Ég tjáði honum að mér þætti framlagið

...