Tapið í Cardiff þýðir að íslenska liðið hafnar í þriðja sæti riðilsins með sjö stig. Ísland vann tvo leiki í riðlinum, gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og í Niksic. Ísland gerði svo jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli en tapaði báðum leikjunum gegn Tyrklandi, heima og úti, og svo gegn Wales í Cardiff. Wales endar í efsta sætinu eftir sigur gærdagsins með 12 stig og Tyrkland, sem tapaði fyrir Svartfjallalandi í Niksic, 3:1, endar í öðru sætinu með sjö stig. Svartfjallaland hafnaði í fjórða og neðsta sætinu með þrjú stig og er fallið í C-deild.
Ísland er á leið í umspil um sæti í B-deildinni þar sem mótherjinn verður lið sem endaði í öðru sæti síns riðils í C-deildinni. Ísland mætir því annaðhvort Slóvakíu, Kósovó, Búlgaríu eða Armeníu í umspilinu sem fer fram í mars á næsta ári, 20. mars og 23. mars. Þar verður leikið heima og að heiman og það lið sem hefur
...