Hvernig datt formanninum í hug að handvelja tvo einstaklinga úr hinu svonefnda „þríeyki“ sem forystusauði á framboðslista flokksins?
Daníel Sigurðsson
Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, sýnir ekki mikið hyggjuvit þegar mikið liggur við.
Skondið hefur verið að fylgjast með undri margra yfir hrapi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum undanfarnar vikur.
Vissulega sjá flestir að formaðurinn hafi talað óþarflega opinskátt um skattastefnu flokksins og hafi ekki átt að bjóða óvinsælum fyrrverandi borgarstjóra þægilegt sæti á listanum og hvað þá algerlega óboðlegum blaðamanni slíkt hið sama. Þetta skýrir samt ekki hina miklu niðursveiflu nema að hluta.
Önnur og ekki síðri alvarleg mistök, sem furðulítið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, ættu þó að blasa við flestum þegar litið er yfir sviðið.
Hvernig datt formanninum í hug
...