Stigahæstur Kristinn Pálsson sækir að Grindvíkingum á Hlíðarenda í gær en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig og gaf fimm stoðsendingar.
Stigahæstur Kristinn Pálsson sækir að Grindvíkingum á Hlíðarenda í gær en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig og gaf fimm stoðsendingar. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá Val þegar liðið hafði betur gegn Grindavík, 88:77, í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í gær. Kristinn skoraði 23 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar í leiknum.

Þá tryggði Njarðvík sér einnig sæti í 8-liða úrslitum keppninnar í gær með stórsigri gegn fyrstudeildarliði Selfoss, 121;87, í Njarðvík. Veigar Páll Alexandersson var atkvæðamestur hjá Njarðvíkingum en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 24 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Á laugardaginn tryggði KR sér svo sæti í 8-liða úrslitunum með naumum sigri gegn Hetti á Egilsstöðum, 73:72, þar sem Linards Jaunzems var stigahæstur með 22 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. 16-liða úrslitunum lýkur í kvöld þegar Þór frá Þorlákshöfn mætir Stjörnunni, Breiðablik

...